Gleðidagur 48: Ein ást

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn hómófóbíu og transfóbíu. Í tilefni dagsins viljum við deila með ykkur uppáhaldslaginu Same love eftir Macklemore og Ryan Lewis. Macklemore og Mary Lambert syngja fallegan ástaróð með beittum skilaboðum gegn fordómum gegn samkynhneigðum í vestrænu samfélagi. Hér nefna þau djúpstæðu fordómana, ljótu orðin og fallegu ástina. Myndbandið bætir svo við heilli sögu. Lambert syngur í viðlaginu:

And I can’t change
Even if I tried
Even if I wanted to
And I can’t change
Even if I tried
Even if I wanted to
My love, my love, my love
She keeps me warm

Ótti er ekki í elskunni. Munum það á fertugasta og áttunda gleðidegi þegar við fögnum með vinum okkar sem njóta mannréttinda og grátum með öllum þeim sem reyna fordóma og mannréttindabrot á eigin skinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.