Kvikmyndirnar og lífið í Háskóla unga fólksins

Þemadagur um kvikmyndirnar og lífið

Í dag kenndum við á þemadegi um kvikmyndirnar og lífið í Háskóla unga fólksins. Þetta er í annað sinn sem við kennum þetta námskeið saman, en Árni hefur verið viðriðinn HUF frá stofnun skólans. Það er alltaf gaman að hitta kláru krakkana í háskólanum. Þau eru skörp og snjöll og full af áhuga. Við ræddum um það hvernig við horfum á kvikmyndir og hvernig þær hafa áhrif á okkur, töluðum um tilvistarstef í bíómyndum, ræddum um það hvernig Biblían birtist í bíómyndum og horfðum á nokkur tónlistarmyndbönd saman. Við nutum dagsins og þökkum kærlega fyrir okkur!

Við lofuðum krökkunum að setja á blað lista yfir myndirnar sem við ræddum um og sýndum myndbrot úr. Hér kemur hann:

Lífsspurningar:

  • In America
  • Deconstructing Harry
  • Phone Booth
  • Magnolia
  • Lars and the Real Girl
  • Pleasantville
  • Super Size Me

Biblíustef:

Tónlistarmyndbönd:

Ps. Á Wikipediu er að finna ágætt yfirlit yfir trúarstef í Futurama.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.