Gleðidagur 3: Kertið hennar Nadíu

Nadía Bolz-Weber er einn af uppáhaldsprestunum okkar. Hún þjónar í kirkju í Denver í Bandaríkjunum sem heitir House for all Sinners and Saints. Þar er pláss fyrir alla.

Þau bjuggu til páskakertið sem má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Það er gert úr afgöngum af kertum sem hafa verið notuð í helgihaldinu síðasta árið.

Það samanstendur af ótal hlutum. Hver þeirra þarf ekki endilega að vera fullkominn en saman mynda þeir fullkomna heild. Rétt eins og við.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.