Gleðidagur 21: Pollastolt

Pollapönkarar í kjólum

Í kvöld keppa Pollapönkararnir fyrir hönd Íslands í söngvakeppni íslenskra sjónvarpsstöðva. Þeir hafa verið í miklu uppáhaldi hjá okkur og krökkunum okkar um árabil og við erum ánægð með að þeir séu séu fulltrúar Íslands í keppninni í ár.

Boðskapur lagsins þeirra er skýr og þeir miðla honum í orði og verki. Gott dæmi um það var þegar þeir mættu á einn opnunarhátíð söngvakeppninnar í kjólum til að styðja við réttindabaráttu kvenna:

„By wearing dresses we are supporting women, mothers, daughters, sisters friends being discriminated against because they are women, like not getting equal pay for the same job as men.“

Á tuttugasta og fyrsta gleðidegi erum við stolt af Pollapönki sem fer alla leið í baráttunni sinni, sama í hvaða sæti þeir lenda í dag.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.