Gleðidagur 20: Múltíkúltí í Reykjavík

Fjölmenningardagur í Reykjavík 2014

Fjölmenningardagur er haldinn hátíðlegur í Reykjavík á morgun, laugardaginn 10. maí. Fjölmenningardagurinn er haldinn til að fagna fjölbreytileika í menningu og mannlífi sem borgin og borgarbúar njóta ríkulega.

Á morgun hefst dagskráin kl. 13.00 með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg að Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar verður markaður með handverki og mat frá ólíkum löndum.

Við njótum fjölmenningarinnar á hverjum degi. Í morgun drukkum við ljósristað og ljúffengt kaffi frá Kólumbíu, við borðuðum indverskan mat í gærkvöldi og hjólum um á ensku og bandarísku hjólunum okkar.

Á tuttugusta gleðidegi fögnum við yfir fjölbreytileika menningar og mannlífs og þökkum fyrir öll þau sem hafa flust hingað frá öðrum löndum og auðga lífið hér á Íslandi.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.