Kirkjuritið er glatt

Þessa dagana erum við hjónin að leggja lokahönd á Kirkjuritið sem kemur út í byrjun júní. Af því tilefni settist Árni niður með Kristínu og spurði hana nokkurra spurninga um efni ritsins.

Árni: Jæja Kristín, nú er Kirkjuritið að koma út.

Kristín: Já, það er bara á lokametrunum og mun líta dagsins ljós fyrir Hvítasunnuhelgina.

Árni: Hvað ber nú hæst í ritinu að þessu sinni?

Kristín: Gleðin er meginþema heftisins og við skoðum hana frá ýmsum sjónarhornum. Við skoðum til dæmis hvernig upprisan í kristinni trú er drifkraftur gleði í ólíkum aðstæðum lífsins. Þetta gerum við bæði fræðilega og persónulega.

Árni: Svo er það hann Hallgrímur.

Kristín: Já, við gerum Hallgrími Péturssyni skil í þessu riti og ætlum að gera það í hinum tveimur ritunum sem koma út á árinu, enda eru 400 ár liðin frá því hann fæddist. Ritið er líka stútfullt af áhugaverðum greinum um trúna í lífinu og lífið í trúnni.

Árni: Takk fyrir. Þetta er spennandi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.