Gleðidagur 42: Fyrir tvo

Í einni af bókum Douglas Adams um alheims puttaferðalangana fæst svarið við hinn endanlegu spurningu um lífið, alheiminn og alltsaman. Það er 42. Um daginn lásum við skemmtilega bloggfærslu hjá David Weinberger sem túlkaði þetta sem svo að tilgangur tilverunnar væri sá að lifa lífinu með öðrum. Lífið er fyrir tvo:

Hitchhiker's Guide to the Galaxy
Hitchhiker’s Guide to the Galaxy er fyrsta bókin í þrí-, fjór- eða fimmleik Douglas Adams

The Answer to the Ultimate Question of Life, the Universe, and Everything is four two … which is to say, that it’s for two. It’s all about the love!

Þetta eru ágæt skilaboð á fertugasta og öðrum gleðidegi sem er jafnframt kjördagur. Þegar við göngum í kjörklefann er líka gott að hafa það í huga að við búum í samfélagi, sem er fyrir tvo og þrjá og fleiri. Við lifum lífinu saman og þannig viljum við hafa það.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.