Jafn gott og jólalögin

Það er gaman að ganga um miðbæinn í Reykjavík árla dags eða þegar liðið er á daginn á aðventunni. Þá birtist ljóslifandi hugmyndaauðgi fólksins sem starfar í verslunum og hefur skreytt hús og glugga.

Jólatré úr ljósi
Ljósjólatré í verslun í miðbænum.

Fallegar skreytingar lyfta hug í hæðir rétt eins og uppáhalds jólalög og sálmar gera. Ég fann þetta jólatré sem er gert úr gamaldags ljósaperum á Skólavörðustígnum. Þetta er bæði snjöll og falleg útfærsla.