Þorlákur, jólin og hið heilaga

Kristín:

Ég held að við séum svolítið að sveiflast til baka frá því – af því að það þarf að vera jafnvægi á öllu. Við finnum að það getur verið gott að hvíla í því sem við getum gert með kroppnum okkar, höndum, fótum, augum og heyrum. Við finnum að Guð getur mótað okkur og haft áhrif á okkur í gegnum áþreifanlega hluti, hið heilaga mætir okkur í öðru fólki, í byggingum, í myndlist og tónlist. Allt sem lyftir andanum kennir okkur um hið heilaga og gerir okkur að þátttakanda í því.

Prédikun í Laugarneskirkju á fjórða sunnudegi í aðventu, 21. desember 2014.