Trúin á tjaldinu – jólahefti Kirkjuritsins 2014

Kirkjuritið, jól 2014
Trúin á tjaldinu er þema jólatölublaðs Kirkjuritsins.

Kirkjuritið er komið út. Að þessu sinni beinum við kastljósinu að trúnni á hvíta tjaldinu og fjöllum um verðlaunamyndir, Jesúmyndir og myndir sem hafa áhrif á áhorfandann. Við birtum einnig nokkrar greinar í ritinu, eina uppskrift, jólaljóð og sitthvað fleira. Margar hendur vinna létt verk og það eru alltaf margir sem koma að útgáfu hvers tölublaðs Kirkjuritsins.

Okkur langar að þakka öllum sem lögðu okkur lið við útgáfuna. Við þökkum Gunnari J. Gunnarssyni, Arnfríði Guðmundsdóttur, Ásgrími Sverrissyni, Sigríði Pétursdóttur, Sigurði Árna Þórðarsyni, Ragnhildi Bjarkadóttur, Svavari Alfreð Jónssyni, Sigríði Gunnarsdóttur, Sigfinni Þorleifssyni, Haraldi Hreinssyni, Sigurjóni Árna Eyjólfssyni, Kristjáni B. Jónassyni, Steinunni Jóhannesdóttur, Gunnari Kristjánssyni, Hildi Eir Bolladóttur og Sindra Geir Óskarssyni. Þau lögðu öll efni til ritsins.

Við þökkum Guðnýju Hallgrímsdóttur, Jóni Ásgeiri Sigurvinssyni og Sigurjóni Árna Eyjólfssyni sem sitja í ritnefnd Kirkjuritsins. Jón Ásgeir fær sérstakar þakkir fyrir snarpan og vandaðan prófarkarlestur. Edda Möller er framkvæmdastjóri Kirkjuritsins, hún heldur utan um budduna og sér um praktísk mál. Það erum við mjög þakklát fyrir. Síðastur en ekki sístur er svo Brynjólfur Ólason. Hann hannaði ritið og setti það upp. Við þökkum honum fyrir að skapa svona fallega umgjörð utan um ritið okkar.

Höfundum, aðstandendum og lesendum öllum þökkum við gott samstarf á árinu sem er að líða og sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól.