Vísindaleg vinnubrögð og fullyrðingar um trúarafstöðu hópa

Hjalti Rúnar Ómarsson, ritstjóri vefritsins Vantrú:

Við í Van­trú vit­um vel að prest­ar kirkj­unn­ar trúa ekki játn­ing­un­um sjálf­ir. Það verður samt að telj­ast und­ar­legt að prest­ur fari á hverj­um ein­asta sunnu­degi með postul­legu trú­ar­játn­ing­una þar sem talað er um al­mátt­ug­an skap­ara, mey­fæðing­una, end­ur­komu Jesú og upprisu mann­kyns við hana, ef þeir trúa þessu svo ekki.

Fullyrðingar um trú einstaklinga eða hópa geta fallið undir það svið vísindanna sem kallað er trúarlífsfélagsfræði. Hún er kennd og iðkuð í guðfræði- og trúarbragðafræðideildum og félagsvísindadeildum í háskólum. Aðferðafræðin er sótt í smiðju félagsvísinda.

Ég myndi gjarnan vilja sjá empíríska rannsókn sem fullyrðing Hjalta Rúnars, fyrir hönd Vantrúar, um trú prestastéttarinnar byggir á. Hann birtir hana kannski á netinu ásamt þeim gögnum sem þar er unnið með. Þá er hægt að fara yfir og sannreyna ályktun þeirra félaga.

Út á það ganga vísindaleg vinnubrögð.