Bíó- og Biblíuvika í Bústaðakirkju

Bíó- og Biblíuvika

Í næstu viku bjóðum við til skemmtilegrar bíó- og Biblíudagskrár í Bústaðakirkju. Dagskráin hefst með fræðsluerindi um Biblíuna í samtímanum, við sýnum því næst þrjár kvikmyndir sem allar má skoða í ljósi Biblíunnar og endum svo á bíómessu þar sem fókusinn verður settur á Guð á hvíta tjaldinu. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Nánar má lesa um dagskrána á vef Bústaðakirkju.