
þar sem segir: „Drottinn, refsa mér ekki í reiði þinni, tyfta mig ekki í heift þinni.“
Í ár á Hið íslenska Biblíufélag 200 ára afmæli og er því með eldri félögum á landinu. Í tilefni þess langar okkur að setja Biblíuna á dagskrá í bloggheimum.
Við ætlum að nota allan næsta mánuð til þess. Ástæðan er sú að í febrúar er Biblíudagurinn og þá setja kirkjur og söfnuðir fókus á Biblíuna og Orðið og fagna því með ýmsum hætti. Næstu tuttugu og átta daga bloggum við því daglega um Biblíuna frá ýmsum sjónarhornum. Öll tengjast þau nálgun og notkun Biblíunnar í lífi hinna kristnu og samfélagi þeirra.
Við lofum vísunum í klassíska guðfræði, dægurmenningu, íslenska kirkjusögu og þýðingarspurningar, svo eitthvað sé nefnt.
Fylgstu með biblíublogginu sem verður vonandi til skemmtunar og fróðleiks.
#biblíublogg
Skildu eftir svar