Hagsmunamál, ekki hagsmunapot

Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í guðfræði:

Á meðan mýtan segir að karlar eigi erfitt með að fá prestsembætti segir raunveruleikinn okkur hið gagnstæða. Ég held að það verði engin breyting hér á fyrr en fólkið í kirkjunni okkar kemst að þeirri niðurstöðu að það sé hagur kirkjunnar að hæfar konur og hæfir karlar gegni til jafns störfum og ábyrgðarstöðum innan kirkjunnar.

Þetta er mergurinn málsins: jafnrétti er hagsmunamál, ekki hagsmunapot.