Guð blessi jörðina, hafið, gróðurinn …

Þessi blessun var samin fyrir æskulýðsdaginn 2014 og notuð í messunni Græn í garði Guðs. Hana má nota í helgihaldinu við ýmis tækifæri. Árni notaði hana til dæmis í Hreyfimessu í Lágafellskirkju 3. maí 2015.

„Guð blessi jörðina og allt sem hún gefur af sér. Guð blessi hafið og vötnin sem fæða af sér líf. Guð blessi gróðurinn, trén og blómin sem gefa fæðu, ilm og fegurð. Guð blessi dýr merkurinnar, fugla himinsins og fiska hafsins. Guð blessi hendur sem sá, rækta og uppskera. Guð blessi hendur sem matreiða, baka og útbúa næringu. Guð blessi þau sem líða skort og eiga ekki mat til morgundagsins. Guð blessi þau sem gefa með sér og muna eftir fátækum.“

Við gerum hana að 25. tilbeiðsluráðinu okkar.