Tjáningarfrelsið og trúin

Rúv greinir í dag frá breytingum á norskri refsilöggjöf sem voru samþykktar í gær:

Norðmenn geta frá og með deginum í dag lastað hverja þá guði og gyðjur sem þeim sýnist án þess að eiga yfir höfði sér ákærur eða refsingar af hálfu hins opinbera. Í gær samþykkti norska stórþingið endanlega breytingar á refsilöggjöfinni sem fólu í sér að grein 142 var felld úr lögunum.

Í gær birtist líka pistill eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson sem fjallar um trúna og tjáningarfrelsið. Þar segir:

Ég þarf því ekki að minna á að Jesús frá Nasaret var tekin að lífi fyrir guðlast. Það eitt ætti að nægja til að minna á að innri rök kristins trúarsamfélags styðja ytri kröfur nútímasamfélags um að ekki eigi að vera hömlur á tjáningarfrelsi um málefni og um trúmál eiga ekki að gilda aðrar reglur en um önnur samfélagsleg málefni. Það mætti orða þetta svo að skotleyfið er á skoðanir og hugmyndir en ekki á einstaklinga.

Það er gott að hafa þetta í huga þegar rætt er um málefnið, fólkið og umræðuna.