Tjáningarfrelsið og trúin

Rúv greinir í dag frá breytingum á norskri refsilöggjöf sem voru samþykktar í gær: Norðmenn geta frá og með deginum í dag lastað hverja þá guði og gyðjur sem þeim sýnist án þess að eiga yfir höfði sér ákærur eða refsingar af hálfu hins opinbera. Í gær samþykkti norska stórþingið endanlega breytingar á refsilöggjöfinni sem […]

Skipulögð glæpastarfsemi, ekki trúarbrögð

Ritstjórn Kjarnans: Mennirnir sem skutu blaðamenn Charlie Hebdo voru ekki sendiboðar trúarbragða eða hugmyndafræði, heldur stigu þeir með afgerandi hætti yfir línu réttarríkisins og gerðust sekir um hrikalegan siðlausan verknað samkvæmt okkar gildum og lögum. Þeir voru fjöldamorðingjar, studdir áfram af fólki sem heldur úti skipulagðri glæpastarfsemi. Ekki síst af þessum sökum, þá ættu þingmenn […]

Tjáningarfrelsið og trúarkenningarnar

Kirkjuþing og biskup Íslands lýstu í dag yfir stuðningi við frumvarp þingflokks Pírata um afnám fangelsisrefsinga fyrir tjáningu skoðana. Í greinargerð með málinu segir meðal annars: Í 125. gr. almennra hegningarlaga, er nú m.a lögð fangelsisrefsing við því að draga opinberlega dár að eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúfélags, sem er hér á landi. […]

Grimmdin, sorgin og ástandið

Ólafur Páll Jónsson: Ef við viljum virkilega koma í veg fyrir fleiri voðaverk eins og þau sem framin voru í París á miðvikudag, svo ekki sé minnst á slátrunina í Nígeríu, þá verðum við að vinda ofan af stríðsmenningu samtímans og bregðast við fátækt og úrræðaleysi, bæði utan Vesturlanda og innan þeirra. Við verðum að […]

Tvö ákvæði

Sigríður Guðmarsdóttir: Rétturinn til trúfrelsis er óendanlega mikilvægur réttur til tjáningar og lífssýnar. Ég vil geta farið í kirkju og tjáð mig opinberlega um trú mína og lífssýn án þess að sæta fjársektum, fangelsisvist eða ógnunum. En ég virði líka rétt annarra til að finnast lífsskoðanir mínar fáránlegar og að tjá þá skoðun með myndasögu […]