Ósíuð aðventa 4: Í hvaða röð eru aðventukertin?

Aðventukrans, kveikt á Spádómskertinu. Mynd: Micha L. Rieser.

Hvað heita kertin á aðventukransinum er spurning sem kemur oft upp á aðventunni. Þegar við rifjum það upp er gott að hafa í huga að kertin koma fyrir í tímaröð. Þannig vísa þau til sögunnar.

  1. Spádómskertið er fyrst, það vísar til spádómanna um fæðingu Jesú (t.d. Jes 9.5).
  2. Betlehemskertið er annað, það  sem vísar til staðarins þar sem Jesús fæddist (sbr. Lúk 2.4).
  3. Hirðakertið er þriðja, það vísar til hirðanna í haganum (sbr. Lúk 2.8).
  4. Englakertið er fjórða,  sem vísar til englanna sem sungu fyrir hirðana (sbr. Lúk 2.9-14).

Þannig munið þið þetta.

#ósíuðaðventa

Myndin hér að ofan sýnir aðventukrans þar sem kveikt hefur verið á Spádómskertinu. Myndina tók Micha L. Rieser.