Sunnudagshugvekja: Takk fyrir matinn

Netkirkjuprestar báðu um hugvekju. Ég skrifaði um borðbænir og instagram:

Á dögunum las ég að borðbæn samtímans væri instagram-myndin sem margir taka af rétti dagsins og deila með fjölskyldu, vinum, eða kunningjum. Slíkar myndir eru oftar en ekki mjög aðlaðandi – með góðum “filterum” og björtum litum. Hvað á slíkt sameiginlegt með borðbæn?