Dagur minninga og þakklætis

Sorgin er hluti af lífinu. Hún er fylgikona ástarinnar því allir sem hafa elskað eiga það á hættu að missa og syrgja. Sorgin getur verið sársaukafull og erfið en við eigum þó aldrei að bæla hana niður eða afneita henni, ekki frekar en við viljum skiljast við minningarnar um þau sem við höfum elskað eða […]

Aðventukransinn og þau sem vantar

Fyrsta aðventukertið minnir á ástvinina sem eru ekki lengur með okkur. Við nemum staðar, nefnum nafnið þeirra, rifjum upp röddina þeirra, andlitið þeirra og allar minningarnar sem tengjast þeim og jólatímanum. Við tendrum ljós, felum þau Guði og þökkum fyrir það sem lífið þeirra gaf okkur. Aðventan og minningarnar, pistill á vef Laugarneskirkju.

Hugrekkið og bænamálið

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar bakþanka um skráningu í trúfélög, morgun- og kvöldbænir á Rás 1 í Fréttablaðið í gær. Umræðan um trú og samfélag er mikilvæg og ég vil bregðast við nokkrum atriðum í pistlinum. 1. Haukur líkir skráningu í trúfélög við skráningu í hópa á Facebook. Á þessu er grundvallarmunur: Hver sem er getur […]

Morfís, boð og bönn

Mælsku- og rökræðukeppnin Morfís hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna daga. Athygli landsmanna hefur verið vakin á ósæmilegri og ofbeldisfullri framgöngu í gegnum árin. Nánar tiltekið að ofbeldi gegn konum sem hafa tekið þátt í keppninni. Nýjasta dæmið er tengt viðureign MA og MÍ fyrr í mánuðinum. Eftir hana steig Eyrún Björg Guðmundsdóttir, ræðukona úr […]

Kubbað á hvíta tjaldinu

Nema þér verðið eins og börnin sagði Jesús eitt sinn og hvatti til þess að við tækjum börnin okkur til fyrirmyndar. Í hverri skírnarathöfn lesum við svo um afstöðu hans til barnanna: Hann átaldi lærisveina sína fyrir að hleypa börnunum ekki að sér, tók þau sér í faðm og blessaði þau. Jesús vissi nefnilega hvað […]