Category: Pistill

 • Sunnudagshugvekja: Takk fyrir matinn

  Netkirkjuprestar báðu um hugvekju. Ég skrifaði um borðbænir og instagram: Á dögunum las ég að borðbæn samtímans væri instagram-myndin sem margir taka af rétti dagsins og deila með fjölskyldu, vinum, eða kunningjum. Slíkar myndir eru oftar en ekki mjög aðlaðandi – með góðum “filterum” og björtum litum. Hvað á slíkt sameiginlegt með borðbæn?

 • Dagur minninga og þakklætis

  Sólsetur

  Sorgin er hluti af lífinu. Hún er fylgikona ástarinnar því allir sem hafa elskað eiga það á hættu að missa og syrgja. Sorgin getur verið sársaukafull og erfið en við eigum þó aldrei að bæla hana niður eða afneita henni, ekki frekar en við viljum skiljast við minningarnar um þau sem við höfum elskað eða […]

 • Að greina og skilja ríki og kirkju

  Kirkjujörðin Þingvellir

  Á Íslandi er ekki ríkistrú og trúfrelsi er óumdeilt grunngildi í samtímanum. Aðskilnaður ríkis og kirkju getur haft í för með sér að ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá sétekið burt en það hefur ekki bein áhrif á fjárhagsleg samskipti þjóðkirkjunnar og hins opinbera.

 • Trú, typpi og píkur

  Er trúin eins og typpi? Jón Gnarr skrifar um hliðstæðuna milli trúar og typpis í Fréttablaðspistli um helgina. Hann segir hvort tveggja ágætt til persónulegra nota „…en ekki tala mikið um það við ókunnuga eða troða því upp á fólk“. Líkingin er áhugaverð, en ekki endilega af þeirri ástæðu sem Jón telur. Til að hafa […]

 • Trú, menning og samfélag: Börnin

  Hugvekja um börn í sögu og samtíð, flutt í þættinum Trú, menning og samfélag á Rás 1. Það er hægt að hlusta í Sarpinum.

 • Aðventukransinn og þau sem vantar

  Fyrsta aðventukertið minnir á ástvinina sem eru ekki lengur með okkur. Við nemum staðar, nefnum nafnið þeirra, rifjum upp röddina þeirra, andlitið þeirra og allar minningarnar sem tengjast þeim og jólatímanum. Við tendrum ljós, felum þau Guði og þökkum fyrir það sem lífið þeirra gaf okkur. Aðventan og minningarnar, pistill á vef Laugarneskirkju.