Menu

árni + kristín

hjón, foreldrar, prestar

Gleðidagur 22: Valur

Í ár fagnar íþróttafélagið Valur 100 ára afmæli. Það var stofnað í maí árið 1912 af séra Friðrik Friðrikssyni. Hann var hugsjónamaður og frumkvöðull á sviði æskulýðsstarfs í borginni, en hann stofnaði einnig KFUM og önnur íþróttafélög. Í dag var þessa minnst í messu í Háteigskirkju sem er sóknarkirkjan í Valshverfinu.

Íþróttafélögin í borginni eru mikilvægur hluti af starfinu í nærsamfélaginu. Þangað sækir fjöldi barna og ungmenna mikilvæga þjónustu sem byggir upp líkama og sál. Á tuttugasta og öðrum gleðidegi viljum við óska Val og Valsfólki öllu til hamingju með aldarafmælið og þakka fyrir framlag íþróttafélaganna til samfélagsins okkar.

Skildu eftir svar