Gleðidagur 40: Hjólað í vinnuna og vinnunni

Í gær hófst heilsu- og hreyfingarátakið Hjólað í vinnuna. Árni smurði keðju og pumpaði í dekkin á gamla sænska herhjólinu sínu og tók það formlega í notkun sem aðalfarkost sumarsins. Hjólakeppnin stendur til 28. maí en að sjálfsögðu verður hjólað í allt sumar.

Á fertugasta gleðidegi hjólum við og deilum með ykkur laginu Glow með Retro Stefson. Þar má sjá bræðurna í bandinu tvímenna á reiðhjóli um Reykjavíkurborg.

Published by Árni og Kristín

Árni og Kristín eru hjón, foreldrar, guðfræðingar, prestar og bloggarar.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.