Þetta má orða með öðrum hætti: Við þurfum að minnka mengun, auka jafnræðið í heiminum og ekki bara fækka þeim sem búa við skort og hungur heldur útrýma slíku.
Author Archives: Árni Svanur
Bara eins og þú ert
Það sem einkennir samfélag sem lifir eftir þessu er að við kunnum að meta fólk. Viljum þroskast saman. Viljum hafa góð áhrif á umhverfið okkar. Viljum svara köllun Jesú um að vera salt jarðar og ljós heimsins.
Síðskeggjaður hipster vill fasta á ranglæti
Ég er ekki sérfræðingur í málefnum flóttafólks en ég þekki hvaða viðhorf Jesús hafði til þeirra sem eru öðruvísi og búa við skort. Ég þekki hvaða viðhorfi hann kallaði eftir hjá fylgjendum sínum.
Smellbeitan, útlendingarnir og Jesús
Fyrir nokkrum dögum var sjónvarpsþátturinn Songs of Praise tekinn upp í flóttamannabúðum í Calais. Þar búa þúsundir flóttamanna – hælisleitenda – frá löndum eins og Sýrlandi, Lýbíu og Erítreu. Hver voru viðbrögðin við því? Hvað sögðu fjölmiðlar og hvað sagði kirkjan og hvað kennir Jesús okkur um útlendinga og flóttafólk?
Er það pólitískur rétttrúnaður að mæta fólki af virðingu?
Í vikunni las ég um ungan mann sem skrifaði lítið forrit og tengdi það við vafrann í tölvunni sinni. Forritið gerir aðeins eitt: Þegar textinn „pólitískur rétttrúnaður“ kemur fyrir á vefsíðu er honum breytt í „að mæta fólki með viriðngu“.
Barnatrú og mannþjónusta
Hvað er að vera kristin manneskja? Hvert er inntak þessarar margumræddu barnatrúar? Það er að sinna ekki aðeins um mannréttindin heldur -skyldurnar líka. Það getum við kallað mannþjónustu.
Þar sem gleði og depurð búa saman
Þessa dagana er teiknimyndin Inside Out sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi. Hún fjallar um það sem gerist innra með okkur mannfólkinu – tilfinningalífið. Í brennidepli er samspil tveggja tilfinninga: gleði og depurðar. Boðskapur myndarinnar er að til að lífið sé í jafnvægi þurfi þessar tvær tilfinningar að vera í jafnvægi. Þar sem gleðin ein […]
Skósveinarnir, Grú og Jesús
Í dag verður frumsýnd kvikmynd hér á landi sem er eins konar forsaga myndanna tveggja um Aulann Grú. Hún heitir Skósveinarnir eftir söguhetjunum litlu sem hafa heillað áhorfendur um allan heim. Þeir eru gulir og sætir og næstum hnöttóttir, sumir með eitt auga, aðrir með tvö og þeir bralla og babla hver í kapp við […]
Það er ekki of seint
Í viðtalinu er spurt sígildra spurninga: hvernig er staðan? Hverju þarf að breyta til að snúa hlýnunarferlinu við? Hverjar verða afleiðingarnar ef við snúum þessu ekki við. Viðmælandinn – sérfræðingur á þessu sviði – er ómyrkur í máli: Staðan er ómöguleg. Það er ekkert hægt að breyta þessu. Þessu verður ekki snúið við. Það er of seint. Við horfum fram á hörmungar.
Það er dýrt að vera fátækur
Tónlistin snertir sálina og mig langar að deila með ykkur upplifun af þremur tónleikum með síðpönksveitinni Trúboðunum, söngvaskáldinu Svavari Knúti og frumpönkaranum T. V. Smith.
Roðdregna Biblíu? Nei, takk
Ef Biblían er fiskur og við erum fisksalinn, hvað gerum við? Afhendum við hana heila? Gjörðu svo vel, hér er hún, gerðu endilega eitthvað með hana. Viltu uppskriftabækling?
Innkaupatangó á Klapparstíg
Sviðið á Rósenberg við Klapparstíg er ekki stórt en í gær mættust þar tvær harmonikkur, tvær fiðlur, eitt klarinett, einn gítar og einn kontrabassi að viðbættum sjö hljóðfæraleikurum. Í einu lagi mátti jafnframt heyra leikið á greiðu. Þarna var hljómsveitin Mandólín mætt til að leika og syngja fyrir unnendur góðrar tónlistar.