Nærandi samfélag

Árni og Kristín:

Dr. Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, flutti aðalfyrirlestur heimsþings LH. Hann minnti okkur á að sem kirkja eigum við að vera samfélag þjónustu og gagnkvæmrar næringar. Þetta snerti á hugsuninni um hina þjónandi kirkju og þetta var ágæt áminning því samhengi og í samhengi yfirskriftar heimsþingsins sem er „Gef oss í dag vort daglegt brauð“.

Ef kirkjan gleymir sér í eigin deilum sendir hún skilaboð um að hún hirðir ekki um þarfir eða gjafir náungans. Við getum gleymt okkur í endalausri iðjusemi í þjónustunni við aðra en vanrækt okkar eigið hungur og fátækt. Óaðfinnanlegt helgihald kemur ekki staðinn fyrir að við umbreytum samfélagi okkar í samfélag gagnkvæmrar næringar. Þannig samfélag á kirkjan að vera. Ef látum staðar numið við grundvallarréttindi manneskjunnar, missum við af fegurð hennar og reisn – en í því er brauðið sem nærir okkur fólgið.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.