Pétur, Jónas og kirkjujarðirnar

Kristín:

Jónas Kristjánsson, eðalbloggari, og Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, virðast hafa sömu sýn á eignir þjóðkirkjunnar. Pétur sagði við upphaf aukakirkjuþings á laugardaginn var:

„Fjárstuðningur ríkisins við þjóðkirkjuna byggist ekki nema að hluta á sjónarmiðum um sérstöðu kirkjunnar sem þjóðkirkju heldur skýrum rökum um sögulegt eignarréttartilkall hennar til þeirra kirkjujarða og kirkjueigna, sem ríkinu voru endanlega fengnar í hendur með samkomulaginu frá 1997. Hverfi ríkisvaldið frá þessum stuðningi við kirkjuna raknar tilkall hennar til afhentra eigna að sjálfsögðu við. Þessi grundvallarstaðreynd verður að vera öllum skýr og ljós.“

Og Jónas bloggar í dag:

„Bezt er að kasta þessum ríkisjörðum í hausinn á lúterskunni. Segja veskú og hætta að borga lúterskunni skattpeninga.“

Það er að segja að ef samningi ríkis og kirkju er sagt upp þá sé eðlilegt að ríkið skili kirkjunni eignum hennar þannig að hún geti ráðstafað þeim án afskipta ríkisvaldsins.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.