Barnavernd og tilkynningarskylda

Árni og Kristín:

Þagnarskylda - tilkynningarskylda

Um tilkynningaskyldu er fjallað í sautjándu grein Barnaverndarlaga. Þar segir:

„Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart. […] Tilkynningarskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta.“

Á þetta sama er minnt í 14. grein siðareglna siðareglna vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar:

„14. Vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis.“

Í 2. grein starfsreglna um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar segir:

„Ef meint kynferðisbrot varðar barn, skal talsmaður eða sá sem hefur vitneskju um ætlað kynferðisbrot, gegna skilyrðislausri tilkynningaskyldu til hlutaðeigandi barnaverndarnefndar sbr. 16. og 17. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.“

Þetta er alveg ótvírætt.

Á þetta hafa þrír prestar sem hafa bloggað um þagnar- og tilkynningarskylduna einmitt bent:

„Það er engin vafi á því að kirkjan vill og telur að prestar og aðrir innan hennar eigi að hlíta landslögum þ.m.t. vitaskuld barnaverndarlögum.  Í reglugerð um meðferð kynferðisafbrota innan kirkjunnar segir þannig m.a.
2. gr. Ef meint kynferðisbrot varðar barn, skal talsmaður eða sá sem hefur vitneskju um ætlað kynferðisbrot, gegna skilyrðislausri tilkynningaskyldu til hlutaðeigandi barnaverndarnefndar sbr. 16. og 17. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.“ Baldur Kristjánsson: Prestar og siðareglur!

„Prestar eru tilkynningaskyldir samkvæmt starfsreglum kirkjunnar og byggir það á ákvæðum barnaverndarlaga. Þetta ákvæði gengur mun lengra en almenn þagnaskylda í siðareglum prestafélagsins og er ákvæðið afdráttarlaust í starfsreglum kirkjunnar (sem byggja á lögum).“ Kristján Björnsson: Prestar eru tilkynningarskyldir

„Mér finnst gott hjá fjölmiðlum að taka þetta mál upp því það er svo sannarlega mikilvægt. Og Ríkisútvarpið á þakkir skyldar fyrir að sýna umræðum á aðalfundi Prestafélagsins árið 2007 þennan áhuga.
En vilji RUV upplýsa fólk um hvar það hafi kirkjuna og þjóna hennar í þessum efnum er illskiljanlegt að stofnunin hafi kosið að þegja um Siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar sem samþykktar voru á Kirkjuþingu, æðstu stofnun kirkjunnar, í fyrra.“ Svavar Alfreð Jónsson: Þagnarskylda og kynferðisbrot

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.