Barnaníð og barnavernd

Árni og Kristín:

Sigríður Guðmarsdóttir ræddi um barnaníð og barnavernd í útvarpsprédikun í gær:

„Barnaníð á aldrei að hafa forgang yfir barnavernd hver sem í hlut á og því er hvert og eitt okkar undir tilkynningaskyldu til barnaverndar ef okkur grunar að líf og heilsa barns sé í veði. Við þurfum sem þjóðfélag að horfast í augu við það sértæka ofbeldi sem konur og börn búa við vegna misréttis kvenna og karla í samfélaginu í stað þess að tala það niður. Við eigum ekki að kveinka okkur við því að heyra sögur þeirra sem þjáðst hafa vegna kynferðisofbeldis og annars ranglætis. Við eigum heldur ekki að smjatta á þeim af pornógrafískri hræsni púrítanans.“

Og hún bætti hún við:

„Við þurfum að takast á við bölið og óréttlætið sem viðgengst í okkar eigin röðum og sýna því hugrakka fólki virðingu okkar og stuðning sem stígur fram þegar rifnar ofan af kýlunum. Í því liggur auðmýkt, auðmýkt þeirra sem horfast af djörfung í augu við það að samfélagið okkar er ekki eins öruggt og gott og við vildum hafa það. Og það glittir á hvítar perlur í rifunum.“

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.