Hvers konar samfélag?

Þórhallur Heimisson var fundarstjóri á borgarafundi um fátækt sem var haldinn á miðvikudaginn. Hann segir frá fundinum í viðtalinu hér að ofan. Þórhallur skrifaði líka stuttan og brýnandi pistil þar sem hann segir meðal annars:

Við köllum okkur stundum velferðarþjóðfélag en stöndumst þó hvergi samanburð við raunveruleg norræn velferðarþjóðfélög. Gerðum það ekki heldur á góðæristímabilinu.

Og svo bætir hann við (og hnýtir aðeins í ESB umsóknina):

Við erum að sækja um ESB aðild núna. Væri ekki nær að senda sendinefnd þingmanna í læri t.d. til Kaupmannahafnar eða Stokkhólms til að læra hvernig á að reka mannbært samfélag?

Látum liggja á milli hluta hvaða afstöðu við höfum til ESB, en höldum því til haga að við getum lært sitthvað af frændþjóðum okkar á Norðurlöndunum. Og höldum svo áfram að velta fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum byggja upp á Íslandi eftir Hrun.

Er það ekki aðalmálið?

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.