2010 í tólf myndum og nokkur hundruð orðum

Á árinu sem senn er liðið stungum við nokkrum sinnum niður penna og skrifuðum pistla. Flestir birtust í Fréttablaðinu. Tveir í Morgunblaðinu. Allir birtust á vefnum. Þetta var viðburðaríkt ár.

Desember

Frá Esjustofu

Desember var útgáfumánuðurinn mikli. Þá kom Glíman út og þar átti Kristín grein um helgihald og kirkjusýn. Þá gáfum við líka út Víðförla, níu bókamerki um vonina og svo jóladagatalið Að vænta vonar. Við gerðum líka öðruvísi jólakveðju.

Tími þakka og pakka
Dagur hinna saklausu barna
Ljós koma
Birta nándarinnar
Smokkar og trúfesti eru forvarnir í þágu lífsins
Aukapokinn er aðalpokinn

Nóvember

Kosið til stjórnlagaþings

Nóvember var stjórnlagaþingsmánuður. Við vorum þeim Arnfríði Guðmundsdóttur og Hjalta Hugasyni innan handar, leiðbeindum þeim um notkun félagsmiðla og útbjuggum stuttar auglýsingar fyrir þau. Afar skemmtilegt. Arnfríður komst á þing :) Árni Svanur útbjó líka nokkur stutt myndbönd um þjóðgildabókina hans Gunnars Hersveins.

Að vænta vonar
Búrkubann?

Október

Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar 2010

Október var landsmótsmánuður. Þá fórum við eina helgi í skottúr til Akureyrar til að taka þátt í Landsmóti æskulýðsfélaga sem reyndist hin besta skemmtun. Landsmótið fékk líka mikla athygli í fjölmiðlum.

Trú, boð og bönn
Hreinsunardeild réttlætisins

September

Söfnunarbaukurinn í sunnudagaskólanum

September var bíómánuður. Þá var Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík haldin og við veittum kvikmyndaverðlaun kirkjunnar í fimmta sinn. Mikið bíófjör.

Umhverfisvænn norskur löggubíll
Bræður munu bregðast
Markaleysi og meðvirkni á hvíta tjaldinu
Þjónustumiðstöð nærsamfélagsins

Ágúst

The lobster is on the grill

Ágúst var mánuður sumarfrís og umróts í kirkjunni. Við áttum góða daga með börnunum í fyrri hluta mánaðarins, en fórum svo ekki varhluta af mikilli umræðu um kirkjuleg málefni. Svo kom Víðförli út, að þessu sinni helgaður heimsþingi LH.

Takk fyrir
Aldrei aftur

Júlí

Árni og Kristín

Júlí var lútheskur mánuður. Þá sóttum við heimsþing Lútherska heimssambandsins sem var að þessu sinni haldið í Stuttgart í Þýskalandi. Kristín var þingfulltrúi og lauk líka setu sinni í stjórn LH, Árni Svanur var starfsmaður þingsins og ritstýrði myndböndum á ensku.

Daglegt brauð eru mannréttindi allra

Júní

67borgari

Júlí var hjúskaparlaga- og sumarfrísmánuður. Við hófum mánuðinn á góðu seminari um ólögmætar skuldir í Neskirkju. Víðförli kom út, helgaður því efni. Þá tóku gildi ný hjúskaparlög sem höfðu mikið verið í umræðunni. Þá fórum við líka í stutt sumarfrí með krökkunum okkar. Kærkomin hvíld og endurnæring.

Þjóð, kirkja og hjúskapur
Að skilja ríki og kirkju
Völdum fylgir ábyrgð – opið bréf

Maí

Á+K

Maí var brúðkaupsmánuður. Á hvítasunnudag gengum við í hjónaband í Langholtskirkju umvafin vinum og ættingjum. Sólin skein á réttláta og rangláta og hljómsveitin Hraun lék undir dansi.

Fátækt og bænir
Séra Ruddi dópar og drekkur

Apríl

Botnssúlur

Í apríl voru páskar og við fögnuðum þeim við sólarupprás á Þingvöllum. Þá vorum við í hópi sem skipulagði og hélt reiðimessu í Grafarvogskirkju undir yfirskriftinni Hjartað brennur í brjósti mér. Í apríl gaus Eyjafjallajökull og við fengum nokkra aukadaga í Frankfurt vegna þess. Við gáfum líka út Víðförla, þann fyrsta með breyttu útliti.

Vorar skuldir?
Það sem gerir okkur reið
Vonlaust samfélag?

Mars

Skuggamynd fyrir skjávarpa

Í mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar og í tilefni hans var margmiðlunarmessan Bænarý haldin í Neskirkju.

Sáttin og snjórinn

Febrúar

Á gatnamótum

Febrúar var rólegur heimamánuður. Við héldum áfram að pæla í díakóníunni og hinni þjónandi kirkju vegna námskeiðsins sem við kenndum við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ.

„Ég stend með þér“
Náungasamfélagið

Janúar

Kría spilar á ukelele

Í janúar hófst annasamt og ávaxtaríkt ár, við byrjuðum með útvarpsmessu og settum okkur í díakóníugírinn fyrir námskeiðið Díakónía I.

Barnið og Bjarnfreðarson
Fólk ársins

Þetta var gott ár. Við höfum miklar væntingar til þess sem senn gengur í garð.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.