Bull, ergelsi, pirra

Vitringarnir þrír

Vitringarnir sem sagt er frá jólaguðspjallinu færðu Jesúbarninu gjafir, gull, reykelsi og myrru. Í meðförum rebba í barnastarfinu í Neskirkju varð þetta reyndar að bulli, ergelsi og pirru. Þrettándinn er vitringadagur. Sigurður Árni segir frá vitringunum og hann spyr hvað við eigum að gera við helgisöguna um vitringana:

Við eigum að nota vitringana sem fyrirmynd og íhuga og vitkast. Sagan tilheyrir áhrifasviði mannlífsins. Hún á sér líklega sögulega stoð. Engu skiptir þó hvort svo var eða ekki, en þó hefur hún engu að síður merkingu fyrir raunverulegt líf. […] [H]elgisögur hafa merkingu eins og mikilvægar sögur mannkyns, sögur sem túlka mikilvægi og skilgreina lífsefnin.“

Og Sigurður Árni heldur áfram:

Hin táknræna merking guðspjallstextans er þá m.a. að menn séu ferðalangar í tíma. Að markmið lífsgöngu allra manna sé líkt langferð vitringanna til móts við barnið, til að mæta manninum Jesú í tíma og í raunveruleika. Okkar köllun er að gefa það, sem okkur er mikilvægt, af okkur sjálfum, já okkur sjálf – eins og vitringarnir – og snúa síðan til okkar heima með reynslu af hinu stórkostlega í veganesti.

Ágætis áminning á helgisögu- og vitringadegi.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.