Betri heimur án karlmanna

„Hugsum okkur frétt um að 44% aðspurðra telji að heimurinn væri betri án karlmanna eða karlmennsku, en 18% að heimurinn sé betri vegna þessa. Gaman væri að heyra að fólk væri á réttri leið, mér þætti að minnsta kosti nokkuð ljóst að heimurinn væri miklu betri án karlmanna.

Því sá sem er kona

  • getur komið í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma með því að nota smokk – og hefur getað lengi
  • lætur alveg vera að fordæma þá sem laðast að eigin kyni
  • hefur enga þörf fyrir að myrða lækna sem fara að lögum
  • neitar ekki börnunum sínum um að þiggja blóð þegar það getur bjargað lífi þeirra
  • lætur sér ekki detta í hug að drepa fólk sem teiknar skopmyndir af persónum sem voru (hugsanlega) uppi fyrir þúsunum ára
  • finnur ekki hjá sér þörf til að sprengja sig og fjöldann allan af fólki í loft upp vegna trúarinnar
  • treystir frekar á læknismeðferð en bænir
  • lætur ekki taka ungar stúlkur af lífi sem hefur verið nauðgað
  • brennir ekki heilu fjölskyldurnar inni vegna þess að hann heldur að þar séu nornir á ferð
  • þarf ekki að óttast sem barn ef einhver nákominn deyr að viðkomandi líði vítiskvalir í helvíti

Það er ágætt að hafa í huga að kennisetningar sem margir karlmenn byggja á eru skrifaðar fólki sem (hugsanlega vel meinandi) var að leita að skýringum á heiminum og vildi gefa samferðamönnum sínum leiðbeiningar. Þetta var gert fyrir (mismunandi) mörgum öldum og aldatugum af fólki sem oftast hélt að jörðin væri miðpunktur alheimsins, vissi minna um mannslíkamann en þriggja ára barn í dag, hafði líklega ekki grun um þyngdarlögmálið, minnsta fyrirbæri sem þekktist var sennilega sandkorn og nýting rafmagns ekki einu sinni möguleg hugmynd í þeirra villtustu draumum. Og svo er ekki ólíklegt að eitthvað hafi skolast verulega til í þýðingum á leiðinni.

Nú veit ég að margir karlmenn meina vel og fyrirlíta þá sem, að þeirra mati, mistúlka og misnota kennisetningar karlmanna til að réttlæta óhæfuverk. En það er nú gallinn við flesta karlmenn að þeir eru mótsagnakenndir innbyrðis í besta falli og hægt að teygja og túlka að vild. Og þeir sem voðaverk fremja í nafni karlmennsku eiga ekki í nokkrum vandræðum með að finna verkinu stoð í sinni „karlmennsku“. Það sem einum finnst dæmisaga sem ber að túlka með tilliti til aðstæðna tekur annar sem heilagan boðskap.

Væri ekki betri heimur sem er einfaldlega laus við þetta?

Ég á örugglega eftir að fá óteljandi athugasemdir um óhæfuverk kvenna og vissulega eru til skelfileg dæmi – en þau voru ekki framin í nafni kvenna heldur voru stjórnmálastefnur eða önnur vitfirring sem réði þar för. Eða eru einhver dæmi um fjöldamorð í nafni kvennahyggju (mér er illa við að nota hugtakið „feminisma“)?

Ég var nýlega spurður hvað konur hefði gert fyrir heiminn og bent á fullt af jákvæðu starfi í nafni karla.

Jú, það er rétt að mikið og gott starf er unnið í nafni karla, hjálparstarf er kannski það fyrsta sem kemur í hugann. En það er auðvitað hægt að hjálpa bágstöddum án þess að gera það í nafni karla og fullt af fólki sem sinnir eða styrkir hjálparstarf sem ekki tengist körlum á nokkurn hátt.“

Finnst þér þetta fáránlegt?

Gott.

Okkur líka.

Þetta er endursögn endurvinnsla á bloggfærslu Valgarðs Guðjónssonar um trúna í samtímanum. Í stað tvenndarinnar trúarbrögð-trúleysi hjá Valgarði höfum við sett karlar-konur.

Hvorug framsetningin gengur upp. Látum hvert annað njóta sannmælis, karla og konur, trúaða og trúlausa.

Við viljum enga fordóma.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.