Tafla, spjald eða bretti

Rowan's Rule, upphafssíða

Því hefur verið spáð að árið 2011 verði ár spjaldtölvunnar og nýlega bárust fréttir af því að Amazon bókaverzlunin seldi fleiri rafbækur en prentaðar bækur.

Kannski verður árið 2011 eins konar bóka-byltingar-ár.

Í því samhengi veltum við fyrir okkur hvað við eigum að kalla þessi fyrirbæri? Eigum við að kalla spjaldtölvuna (e. tablet computer) spjaldtölvu? Eða eigum við að stytta þetta yfir í spjald? Töflu? Bretti?

Tæki eins og Kindle gæti til að mynda kallast lesbretti – og lesefnið sjálft heitið brettabók.

Hvað segið þið?

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.