Gleðidagur 18: Notum tímann vel

Viddi á köku

Ein bókin í Biblíunni heitir Prédikarinn. Hún inniheldur spakmæli kennd við Salómon konung og er vægast sagt oft á alvarlegu nótunum.

Hver kannast ekki við þessi fleygu orð:

Aumasti hégómi, segir prédikarinn, aumasti hégómi, allt er hégómi (1.2)

Brýning Prédikarans snýst fyrst og fremst að því að manneskjan veiti athygli á meðvitaðan hátt staðreyndum lífsins og fljóti ekki sofandi að feigðarósi. Að tíminn líður, það skiptast á skin og skúrir, og að gæfa manneskjunnar hvílir á því að þekkja visku Drottins.

Þessi lífsráð eiga við á ólíkum æviskeiðum:

Lifi maðurinn mörg ár, þá á hann að vera glaður öll þau ár ( 11.8)

og

Gleð þig, ungi maður, í æsku þinni
og láttu liggja vel á þér unglingsár þín (11.9)

Speki Prédikarans er sígild og sístæð. Hún bendir á jákvæða, uppbyggilega nálgun við lífið og tárin sem fylla spor manneskjunnar oft á tíðum og bendir á leið til að gleðjast yfir því að vera til.

Myndin með færslunni er af Vidda kúreka sem prýddi eina afmælistertuna í ár. Hann er uppáhaldsfígúra og -leikfang eins af strákunum okkar :)

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.