Gleðidagur 19: Nú er sólskin um byggðir og ból

Blóm í mold
Það er uppáhaldssálmur í Sálmabókinni sem er eftir Kristján Val Ingólfsson og Margaretu Melin. Hann tjáir á yndislegan og einlægan hátt tilfinninguna sem fæðist í brjóstinu þegar vaknað er við sólargeisla á björtum vormorgni.

Ó, Guð, ég veit hvað ég vil,
er ég vakna með rísandi sól:
Þakka sumar, sælu og yl,
nú er sólskin um byggðir og ból.

Þú, Guð, ert svo góður við mig,
það er gaman að lifa og sjá
hvernig skúrir og ský fela sig
þegar skinið fær sólin þau á.

Þér sé lof, því loftið er tært
og ég leik mér um grundir og hól
svo ég geti af lífinu lært
þín ég leita og á hjá þér skjól.

Fyrir hreysti og hugarins þor,
fyrir hendur sem vinna í trú,
fyrir yndi og æskunnar vor,
fyrir allt vil ég þakka þér nú.

Við tökum undir orð sálmsins og gerum þau að okkar á þessum gleðidegi.

Myndin sýnir blóm stinga kolli upp úr mold og hendur hlúa að því.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.