Gleðidagur 21: Grjónagrauturinn í Staðarskála

Grjónagrautur

Við komum við í Staðarskála í Hrútafirði á leiðinni til Reykjavíkur í dag. Einn af réttum dagsins var grjónagrautur með slátri, kanilsykri og mjólk. Dýrindis matur fyrir ferðalanga og til mikillar fyrirmyndar í þjóðvegasjoppufæðinu.

Það er framfaraskref að geta gengið að þjóðlegum, einföldum mat úr héraði á ferðalögum. Það er áhugaverðara, hollara, sjálfbærara og umhverfisvænna en staðlaðir hamborgarar og franskar sem eru eiginlega alls staðar eins.

Staðarskáli fær því bæði hrós og þakklæti á tuttugasta og fyrsta gleðideginum.

Myndin með færslunni er af heimilisgrjónagrauti sem okkur finnst alltaf bestur.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.