Gleðidagur 33: Regndansinn

Spring Rain (136 / 365)

Að kvöldi þrítugasta og þriðja gleðidags rignir. Svo fyllstu hreinskilni sé gætt þá kunnum við lítið að meta regnið að sumarlagi. Já, já, gróðurinn þarf regn, við mannfólkið fögnum sólinni og hitanum. En í dag, eftir öskufallið úr Grímsvatnagosinu, er regnið velkomið. Það hreinsar loft og land og býr í haginn fyrir góða daga sem í vændum eru.

Nú er því rétt að dansa örlítinn regndans og gleðjast yfir regninu sem drýpur af himnum ofan, vökvar og nærir.

Myndina með færslunni tók Casey Fleser. Við vorum reyndar líka að hugsa um að nota þessa, en fannst hin flottari.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.