Jólamynd #2: Fæðing frelsarans

Biblíumyndin Fæðing frelsarans segir frá ferðalagi þeirra Maríu og Jósefs frá Nasaret til Betlehem. Ferðalagið er erfitt og sem áhorfandi öðlast maður kannski dýpri skilning á því sem hjónin ungu þurftu að ganga í gegnum. Guðspjallið er myndskreytt.

Eftir langa göngu komast þau til smábæjarins Betlehem. Og við vitum nú eiginlega hvernig þetta endar. Höfum nefnilega lesið bókina.

Barnið fæðist í fjárhúsinu. Foreldrarnir fegnir og dást að litla kraftaverkinu. Dýrin eru allt um kring. Englar birtast hirðunum. Það er mikil dýrð og mikið ljós. Og vitringarnir mæta á staðinn. Og þetta er svona – svo vitnað sé í Baggalút – eins og í Biblíumyndunum.

Í eftirminnilegu skoti sjáum í fjarmynd inn í hellinn sem er fjárhús. Hann er rækilega upplýstur. Það sést móta fyrir öllum lykilpersónunum. Ljósgeisli skín af himni. Allt er eins og það á að vera.

Stundin er heilög og bíómyndin miðlar því vel og ber kannski með sér þá sýn að jólin séu tími þegar hið heilaga verður nálægt og sýnilegt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.