Gleðidagur 22: Valur

Í ár fagnar íþróttafélagið Valur 100 ára afmæli. Það var stofnað í maí árið 1912 af séra Friðrik Friðrikssyni. Hann var hugsjónamaður og frumkvöðull á sviði æskulýðsstarfs í borginni, en hann stofnaði einnig KFUM og önnur íþróttafélög. Í dag var þessa minnst í messu í Háteigskirkju sem er sóknarkirkjan í Valshverfinu.

Íþróttafélögin í borginni eru mikilvægur hluti af starfinu í nærsamfélaginu. Þangað sækir fjöldi barna og ungmenna mikilvæga þjónustu sem byggir upp líkama og sál. Á tuttugasta og öðrum gleðidegi viljum við óska Val og Valsfólki öllu til hamingju með aldarafmælið og þakka fyrir framlag íþróttafélaganna til samfélagsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.