Gleðidagur 46: Bómullarbrúðkaup

cotton reels

Við eigum tveggja ára brúðkaupsafmæli í dag sem samkvæmt hefðinni heitir bómullarbrúðkaup. Brúðkaupsafmælisdagarnir eru sérstakir tyllidagar í árinu og við gerum okkur dagamun með ýmsum hætti. Það er reyndar sérlega gaman að eiga brúðkaupsafmæli á gleðidögum því þá daga er tvöfalt fagnaðarefni.

Á fertugasta og sjötta gleðidegi erum við þakklát fyrir hvort annað, börnin okkar og fjölskyldur, fyrir dagana og lífið sem við eigum saman – fyrir ástina.

Mynd: Leo Reynolds

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.