Gleðidagur 47: Stattu upp

Strákarnir í Bláum Ópal komust ekki áfram til Baku en lagið þeirra var í uppáhaldi á heimilinu í forkeppninni. Textinn er svolítið sniðugur (að undanskildri hráþýddu yrðingunni um að standa upp fyrir sjálfum sér) því þetta er falleg hvatning og pepp. Það eru góð skilaboð til íslensks samfélags í dag.

Fyrir nokkrum árum heyrðum við viðtal við Bjarna Karlsson sem er sóknarprestur í Laugarneskirkju. Ein spurningin sem hann fékk var hvað fælist í því að ala barn upp í kristinni trú. Hann sagði að þar væri tvennt sem skipti meginmáli og orðaði þetta nokkurn veginn svona: Þegar barn stendur á þröskuldi fullorðinsáranna þarf að búa með því sú tilfinning að það sé óendanlega mikils virði og að það geti aldrei, sama hvað gerist, lokast inni í slæmum aðstæðum.

Stattu upp minnir okkur á þetta og það er ágætis áminning á fertugasta og sjöunda gleðidegi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.