Gleðidagur 48: Sopinn er góður

Macchiato @ Kaffismiðjan

Við hófum þennan föstudag á Kaffismiðjunni þar sem við fáum besta kaffið. Þar fáum við líka kaffifræðslu sem er vel þegin. Í upphafi árs vorum við í hópi þeirra sem eru lattelepjandi. Þessa dagana njótum við svonefndrar tvíhleypu. Það er einfaldur espresso og cappucino sem er borinn fram á silfurbakka. Þegar við spurðum hvert væri næsta skref eftir það fengum við svar sem kom á óvart:

Uppáhellt kaffi. Mjólkurlaust.

Vönduð uppáhelling miðlar bragðkeim kaffibaunanna og dregur fram blæbrigði sem týnast í öðrum útfærslum.

Gott kaffi eru lífsgæði og það er er gott að njóta þekkingar fagfólksins á Kaffismiðjunni og kaffileiðsagnar þeirra. Fyrir það þökkum við á fertugasta og áttunda gleðidegi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.