Gleðidagur 49: Mmmm matur

Monsieur Vuong

Hvítasunnan er fjölmenningarhátíð. Þegar kirkjan varð til mættust ólíkir menningarheimar og fjöldi tungumála. Eitt af því sem hlýtur að hafa verið til staðar þennan örlagaríka dag var margskonar matur. Rétt eins og i stórborgum samtímans.

Myndin með þessari bloggfærslu var tekin í uppáhaldsstórborginni
Berlín í fyrra. Þegar við erum þar reynum við einmitt að upplifa þetta og borðum t.d. á ítölskum, víetnömskum, japönskum, bandarískum og rússneskum veitingastöðum. Og auðvitað þýskum ;)

Á fertugasta og níunda gleðidegi sem er aðfangadagur hvítasunnu gleðjumst við yfir fjölmenningunni sem hefur skilað okkur undursamlegum mat.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.