Morgunbænir kl. 6:36

Morgunbænirnar á Rás 1 eru á dagskrá klukkan 6:36 alla daga nema sunnudaga. Það kom í minn hlut að sjá um þær næstu tvær vikurnar. Fyrsta skiptið var í morgun og það síðasta verður sextánda apríl. Ég ætla að deila bænunum sjálfum með lesendum bloggsins, þær munu birtast hér á hverjum morgni kl. 6:36 og þegar upptakan hefur ratað á vefinn bæti ég við vísun á hana. Þið getið því lesið og hlustað. Viðbrögð eru að sjálfsögðu vel þegin.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.