Bikinivottorð fyrir sumarið?

Líkamsvirðingarbloggið er gott innlegg í opinbera umræðu hér á landi. Í dag bloggar Gabríela Bryndís Ernudóttir um bikinikroppa. Hún hefur eftir erlendum bloggara eitt gott sumarprinsip: Bikinikroppur er sérhver kroppur sem kemst í bikini. Stutt og laggott og skýrt enda eru bikinikropparnir allskonar.

Það eru góð skilaboð á gleðidögum að enginn eigi að þurfa að skammast sín fyrir líkamann sinn. Takk líkamsvirðingarbloggarar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.