Gleðidagur 6: Vonarvakarnir og Eyþór Ingi

Í síðustu viku mátti heyra fallegan söng í troðfullum kirkjum og safnaðarheimilum á Suðurnesjum. Þá setti kór Keflavíkurkirkju upp söngleikinn um rokkstjörnuna Jesú. Fremstur í flokki var söngvarinn Eyþór Ingi sem vann hug og hjörtu samlanda sinna með Evróvisjónlaginulaginu „Ég á líf“. Í kyrruviku flutti hann píslarsöngvana úr söngleiknum með kór og fleiri einsöngvurum. Framundan er svo á gleðidögum að flytja upprisulagið „Ég á líf“ á stóra sviðinu Malmö:

Ég á líf, ég á líf
yfir erfiðleika svíf.
Ég á líf, ég á líf
vegna þín …

Hér er sungið til allra þeirra sem eru upprisu- og vonarvakar í lífi okkar. Til þeirra sem bjóða hjálparhönd þegar móti blæs og hjálpa okkur að sjá að lífið er þrátt fyrir alla erfiðleika harla gott. Kannski getum við litið svo á að Jesús hafi verið fyrstur þeirra og fyrirmyndin okkar í því.

Á sjötta gleðidegi viljum við þakka fyrir þau sem rétta hjálparhönd.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.