Fullvissan og loforðið

Guð.
Í dag og aðra daga
viljum við ganga með þér
í trausti til þess sem þú gefur okkur í öllum aðstæðum lífsins
sem er fullvissan um lífið
og loforðið um lífið.

Viltu láta loforðið þitt
um sigurinn yfir dauðanum
taka sér bólfestu í okkur
og móta bæði líkamann okkar og sálina
þannig að við verðum boðberar lífsins
og þar með boðberar þínir.
Amen.

Morgunbæn á Rás 1, 6. apríl 2013

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.