Gleðidagur 7: Indjáninn hans Pálmars

Indjáninn hans Pálmars

Pálmar kaffimeistari á Pallett er einn besti kaffibarþjónn landsins og einn af uppáhalds kaffibarþjónunum okkar. Hann hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari í kaffilist og hefur í kjölfarið keppt á heimsmeistamótum. Í eitt skiptið sem hann keppti gerði svona indjána. Hann hefur greinilega engu gleymt því í gær gerði hann þennan fyrir Árna.

Á sjöunda gleðidegi viljum við þakka fyrir uppáhalds kaffibarþjónana okkar sem kunna bæði að gera gott og fallegt kaffi.

Ps. Í næsta tölublaði Kirkjuritsins er grein um Guð og kaffibollann þar sem meðal annars segir frá indjánanum hans Pálmars.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.