Gleðidagur 16: Vigdís

Vigdís Finnbogadóttir

Vigdís Finnbogadóttir á afmæli í dag. Hún var góð fyrirmynd þegar við vorum að alast upp, þjóðarleiðtogi með skýra sýn á fólkið sem hún leiddi, landið sem hafði fóstrað hana og veröldina sem við erum hluti af og svo auðvitað tungumálið okkar sem var og er hennar hjartans mál.

Hún var fyrirmynd stúlkna um allan heim sem gátu af því að Vigdís gat. Hún var fyrirmynd pilta sem sáu nú annað en karla á forsetastóli.

Á sextánda gleðidegi viljum við þakka fyrir Vigdísi, þá og nú. Til hamingju með daginn.

Myndina af Vigdísi fundum við á vef HÍ.

One response

  1. Sæl verið þið ágætu hjón og takk fyrir síðast, hjá Sollu og Tuma á Hrigbrautinni á aðventunni fyrir augnabliki síðan.
    Flott framtak hjá ykkur hér með Vigdísarafmæliskveðju. Ég sé að þið eruð fólkið sem ég á að fá með mér í lið i Vigdísarstofuverkefnið. Þið getið lesið um það á vefsíðunni http://www.vigdisarstofa.is
    Síðan var tilbúin fyrir næstum ári, en við höfum ekki enn kynnt hana að ráði. Hyggjumst fara af stað núna alveg á næstunni og klára þetta.
    kkv,
    Ragnheiður

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.