Gleðidagur 19: Karlar, konur og börn

Prestastefna 2013 sett

Nú stendur yfir prestastefna í Háteigskirkju. Á prestastefnu fáum við prestarnir að upplifa fjölbreytt helgihald og í dag var beðin morgunbæn samkvæmt Ionahefðinni. Iona er lítil eyja við vesturströnd Skotlands. Árið 1938 kom George MacLeod á fót Iona samfélaginu sem er hreyfing karla og kvenna sem vilja leita nýrra leiða til að miðla trúnni og lifa trúarlífi. Þau byggja á keltneskri trúarhefð.

Í morgunbæninni voru þrjár hendingar sem okkur langar að deila með lesendum bloggsins:

Þar sem konur sem berjast fyrir réttindum sínum og heiðri eru lítilsvirtar og niðurlægðar.
Til komi þitt ríki. Verði þinn vilji.

Þar sem karlar reyna að sýnast sterkir
af því þeir eru hræddir við að sýna tilfinningar
Til komi þitt ríki. Verði þinn vilji.

Þar sem við erum svo upptekin af því að vera fullorðin að við gleymum því að verða eins og börnin.
Til komi þitt ríki. Verði þinn vilji.

Á nítjánda gleðidegi viljum við þakka fyrir það veganesti trúarlífsins sem við höfum þegið í helgihaldinu á prestastefnu og þiggjum reglulega frá systrum og bræðrum okkar í trúnni um veröld víða.

Myndin með bloggfærslunni sýnir presta á göngu til kirkju við setningu prestastefnu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.