Gleðidagur 20: Nákvæmni sem linar þjáningar

Nútíma línuhraðall

Í gær var tilkynnt að þjóðkirkjan hygðist leggja sitt af mörkum til að nýr línuhraðall væri keyptur á Landspítalanum. Frá þessu var greint við slit prestastefnu um leið og Agnes biskup hvatti til þess að söfnuðir þjóðkirkjunnar hefðu frumkvæði að því að safna um allt land.

Þetta er mikilvægt verkefni. Það er nógu erfitt að glíma við krabbameinið sjálft, með öllum þeim þjáningum og angist sem því fylgir. Það hafa krabbameinssjúklingarnir reynt á eigin skinni og líka aðstandendur sem hafa staðið þétt við hlið þeirra.

Nýir línuhraðlar eru mun nákvæmari en þeir eldri. Það þýðir að hægt er að beina geisluninni á afmarkaðra svæði sem minnkar vefjaskemmdir í kringum meinið og dregur þar með úr þjáningum.

Á tuttugasta gleðidegi viljum við þakka fyrir Landspítalann okkar allra og fyrir þau öll sem styðja hann og hafa stutt í gegnum árin.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.